*

mánudagur, 20. maí 2019
Fólk 25. september 2018 14:24

Björgólfur kjörinn í stjórn Festi

Margrét Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður stjórnar og Þórður Már Jóhannesson var kjörinn varaformaður.

Ritstjórn
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Haraldur Guðjónsson

Fimm voru kjörin í stjórn Festis en hluthafafundur Festi hf. (áður N1 hf.) sem haldinn var í morgun.

Á fundinum var meðal annars ný samkeppnisstefna og endurskoðuð starfskjarastefna samþykkt. Þá var einnig samþykkt sú tillaga að breyta nafni N1 hf. í Festi hf. 

Samþykkt var tillaga stjórnar að reglum um tilnefninganefnd í starfsreglum stjórnar. Jafnframt var samþykkt að Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Tryggvi Pálsson skipi tilnefningarnefnd félagsins. Í kjölfar hluthafafundar mun stjórn skipa þriðja nefndarmanninn úr sínum röðum.

Í stjórn félagsins voru kjörin eftirtalin:

  • Björgólfur Jóhannsson, 
  • Guðjón Karl Reynisson, 
  • Kristín Guðmundsdóttir,
  • Margrét Guðmundsdóttir,
  • Þórður Már Jóhannesson, 

Sex voru í framboði til stjórnar en Helga Hlín Hákonardóttir sem áður sat í stjórn Festi náði ekki kjöri í stjórn. 

Á stjórnarfundi sem haldinn var í kjölfar fundarins var Margrét Guðmundsdóttir endurkjörinn sem formaður stjórnar og Þórður Már Jóhannesson kjörinn sem varaformaður stjórnar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim