Björgólfur Thor Björgólfsson hyggst selja hlut fyrirtækja sinna í símafélaginu Nova og hefur falið fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingabankans Kviku að annast söluna. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag.

Í fréttinni segir að heildarvirði Nova sé ekki undir fimmtán milljörðum króna. Haft er eftir Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Novators, að ekkert sé fast í hendi með sölu símafélagsins. Ekkert liggi á. Einungis séu þreifingar í gangi. Ætlað er að söluferlið taki 2-3 mánuði.

Björgólfur Thor á tæplega 94 prósneta hlut í Nova í gegnum fyrirtæki sín Novator ehf. og Novator Teleco Finland. Stjórnendur Nova eiga rúmlega sex prósenta hlut í fyrirtækinu.