Novator, fjárfestingarfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur stofnað samheitalyfjafyrirtækið Xantis í samstarfi við nokkra af fyrrverandi lykilstjórnendur Actavis. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum í dag. Höfuðstöðvar fyrirtækisins munu vera í borginni Zug í Sviss.

Björgólfur segir í samtali við Viðskiptamoggan að búið sé að ráða forstjóra en ekki er gefið upp hver það er. Hann mun þó vera reynslumikill maður úr lyfjaheiminum og ekki er um Íslending að ræða.

Fyrirtækið er að fullu fjármagnað af Novator en Björgólfur segir að aðkoma Novator í Allergan, áður Actavis sé að ljúka. Félagið sé nú áhriflaus fjárfestir í mjög stóru félagi. Allergan er nú að sameinast bandaríska lyfjafyrirtækinu Pfizer, en sá samruni var stærsti samruni í heimi á síðasta ári.

Fyrirtækið mun leggja á Mið- og Austur-Evrópu en það er sá markaður sem Actavís haslaði sér fyrst völl á.