Dómstóll í París í Frakklandi sýknaði í dag þá Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Landsbankans og Gunnar Thoroddssen, fyrrverandi framkvæmdastjóra Landsbankans í Lúxemborg í máli sem höfðað var gegn þeim vegna meintra blekkinga Landsbankans í Lúxemborg.. Auk Björgólfs og Gunnars voru sjö starfsmenn bankans ákærðir. Þetta kemur fram á vef Rúv , en fréttamaður Rúv var viðstaddur við dómsuppkvaðninguna.

Þeir höfðu verið ákærðir fyrir að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá Landsbankanum í Lúxemborg á fölskum forsendum. Flestir þeirra sem tóku lánin voru ellilífeyrisþegar sem áttu verðmætar húseignir sem þau lögðu að veði fyrir lánunum.

Fengu viðskiptavinirnir hluta lánsupphæðarinnar greidda út. Hinn hlutan ætlaði Landsbankinn að fjárfesta fyrir og átti ávöxtun fjárfestingarinnar að sjá til þess að þeir þyrfti ekki að greiða af láninu. Meintar blekkingar fólust meðal annars í því að veða var krafist fyrir allri lánsupphæðinni þótt bankinn hafi hafi haldið stærstum hluta hennar eftir.

Eftir fall Landsbankans hóf slitastjórn Landsbankans í Lúxemborg að innheimta lánin sem varð til þess að lántakar lentu í mörgum tilfellum í fjárhagslegum erfiðleikum.