Þýsk stjórnvöld eru að vinna að björgunaráætlun fyrir Deutsche bank ef ske kynni að bankinn geti ekki greitt sekt sem bandarísk stjórnvöld hafa sett á bankann.

Þetta segir þýska tímaritið Die Zeit , en það gengur þvert á bæði yfirlýsingar bankans sem og þýskra stjórnvalda.

Seldu undirmálslán

Fjárhæð sektarinnar er 14 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur 1.600 milljörðum íslenskra króna og kemur hún til vegna ásakana stjórnvalda í Bandaríkjunum um að bankinn hafi selt undirmálslán sem öruggari lán en þeir vissu að þau væru.

Þýska fjármálaráðuneytið segir í yfirlýsingu að „Þessi frétt er röng. Alríkisstjórnin er ekki að undirbúa neinar björgunaraðgerðir. Það er ekkert tilefni fyrir slíkar vangaveltur. Bankinn hefur gefið skýrar yfirlýsingar um það.“

Þreföld hærri upphæð en væntu

Samkvæmt frétt Die Zeit þá væru „þrátt fyrir fyrri neitun,“ björgunaraðgerðir í undirbúningi sem yrðu nýttar ef bankinn þyrfti á auknu fjármagni að halda til að borga sektina og gæti ekki safnað því fjármagni frá fjármálamörkuðunum.

Fjárhæðin sem bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað bankann um er þreföld sú upphæð sem bankinn hafði sett til hliðar til greiðslunnar.

Ríkið gæti eignast fjórðung í bankanum

Framkvæmdastjóri bankans, John Cryan hefur sagt að það hafi verið ljóst frá upphafi að bankinn myndi ekki greiða þá upphæð sem stjórnvöld hafa lagt upp með. Þess í stað virðist litið á upphæðina sem lið í samningaviðræðum eins og um hæsta boð sé að ræða.

Samkvæmt björgunaráætluninni sem Die Zeit vísar í þá myndi hlutar bankans vera seldir til annarra fjármálastofnana ef þeir gætu ekki greitt sektina á verðum sem væru bankanum hagfelld. Slík sala yrði mögulega í neyð með ríkisábyrgð til að tryggja hagstætt verð. Í versta falli myndi ríkið eignast 25% hluta í bankanum.