Gengi hlutabréfa í elsta banka heims, Monte dei Paschi sem hefur lengi rambað á barmi gjaldþrots í dágóðan tíma, hefur hækkað talsvert í dag. Hækkunina má rekja til vona fjárfesta um að bankanum verði bjargað frá gjaldþroti af ítalska ríkinu með láni frá Evrópusambandinu. Gengi hlutabréfa bankans hafa hækkað um 9% það sem af er degi.

Fregnir herma að ríkisstjórnin undirbúi nú aðgerðir til þess að aðstoða þá ítölsku banka sem standa höllum fæti. Þó neitar talsmaður ítalska fjármálaráðuneytinu þeim sögusögnum að ríkið þyrfti að leita til Evrópusambandsins til þess að fá lán til þess að bjarga bönkunum.

Ítalska blaðið La Stampa flutti fregnir að því að stjórnvöld kæmi til með að biðja ESB um 15 milljarða evra lán frá ESM til að koma ítalska bankakerfinu til bjargar, á tímum mikillar óvissu. Einnig var tekið fram í frétt Reuters að ríkið væri að skoða það að kaupa 2 milljarða evra hlut til að bjarga elsta banka heims, Monte dei Paschi. Stór hluti af ítölskum bönkum berjast nú í bökkum vegna hárra skulda og þurfa endurfjármögnun.

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítala, sagði af sér í kjölfar taps í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar. Óvissa einkennir því hið pólitíska og efnahagslega landslag í Ítalíu og mun að öllu líklega gera það í dágóðan tíma.

Einnig var nokkuð um hækkanir gengi bréfa annarra banka í ítölsku kauphöllinni. Til að mynda hækkaði gengi bréfa UniCredit um 3,4%.