Bygging á bjórsheilsulindar Kalda við Árskógssand í Eyjafirði hefst brátt. Í dag var fyrsta skóflustunga af heilsulindinni tekin. Þetta kemur fram í frétt á vef Mbl.is.

Byggja á 360 fermetra húsnæði sem skiptist annars vegar í veitingastofu og hins vegar í heilsulind.

Fólk baði sig í bjór

Haft er eftir Agnesi Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra og eiganda Kalda, að þau stefni að því að opna heilsulindina í vor. Þar getur fólk meðal annars baðað sig í sjö tveggja manna kerum sem í verða sérstök bjórblanda. Að hennar sögn hefur blandan góð áhrif á húð og hár fólks.

Kaldi hefur tekið á móti um 12 þúsund manns í bruggsmiðju sinni í Eyjafirði á síðasta ári og reiknar Agnes með því að aðsóknin eigi eftir að aukast.