Björn Hákonarson hefur verið ráðinn forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar hjá Íslandsbanka. Einnig gegnir hann starfi forstöðumanns verðbréfamiðlunar hjá bankanum.

Björn er menntaður hagfræðingur hjá Háskóla Íslands, auk þess sem hann er löggiltur verðbréfamiðlari.

Hann er reynslubolti á íslensku fjármálasviði, en hefur starfað frá árinu 2000 hjá Íslandsbanka og Kaupþingi. Árið 2005 starfaði hann svo við fjárstýringu hjá Kaupþingi, og fór svo aftur til starfa hjá Íslandsbanka 2009. Þar hefur hann verið síðan, en hann hefur séð um gjaldeyris- og verðbréfamiðlun.