Vefpressan ehf. hefur keypt útgáfuréttinn af vikublöðum sem Fótspor ehf. gaf út, þeirra á meðal eru Akureyri og Reykjavík vikublöð. Þessu greindi Vísir frá.

Ámundi Ámundason ábyrgðamaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors ehf sagði í samtali við Vísi að hann væri 70 ára og yrði að minnka við sig álagið. Ámundi mun vinna hjá hinu nýja útgáfufélagi sem auglýsingastjóri.

Fótspor gefur út 12 blöð. Þeirra á meðal eru blöðin Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland, Vestfirðir.

RÚV greindi frá því í morgun að ekki standi til að hætta úgáfu þeirra 12 blaða sem úgáfufélagið hefur gefið út.