Félagið Bos ehf., sem stofnað var í febrúar síðastliðnum, er nú eigandi Argentínu steikhús eftir gjaldþrot fyrri félags, Potts ehf. fyrr í mars síðastliðnum. Pottur var í eigu Kristjáns Þór Sigfússonar, sem var annar eigandi félagsins frá árinu 1990.

Eigandi Bos ehf. er Björn Ingi Hrafnsson að því er Fréttablaðið greinir frá. KPMG stofnaði félagið undir nafninu AB596 og tók hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson við félaginu nokkrum dögum síðar. Þá var nafninu breytti í Bos ehf., Sigurður skráður stjórnarmaður og prókúruhafi þess og dóttir hans, Edda Sif Sigurðardóttir ráðinn framkvæmdastjóri.

Í dag á Sigurður enga aðkomu að félaginu en hann staðfestir að hafa komið að því að kaupa eignir Potts ehf., það er Argentínu steikhús, á sínum tíma. Undanfarin ár hefur verið taprekstur á Argentínu og þung skuldabyrði, en þess má geta að miklar framkvæmdir hafa verið í töluverðan tíma við Barónstíginn, gengt veitingahúsinu þar sem áður var bílastæði Landsbankans við Hverfisgötuna.