*

föstudagur, 19. apríl 2019
Fólk 6. júní 2018 10:16

Björn Markús til Origo

Origo fær Björn Markús Þórsson til liðs við sig sem sérfræðing í miðlægum lausnum.

Ritstjórn
Björn Markús Þórsson kemur til Origo frá Mannviti.
Aðsend mynd

Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í miðlægum lausnum hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo, áður Nýherja. Hefur hann komið að fjölmörgum innleiðingum tölvukerfa og rekstri upplýsingatæknikerfa hjá ólíkum fyrirtækjum á liðnum árum.

Hann var áður deildarstjóri tölvudeildar Mannvits, annaðist hönnun og innleiðingu á tölvukerfi Manvits í Ungverjalandi og Bretlandi og stækkun á tölvukerfi Norðuráls.

Þá starfaði hann sem sérfræðingur í skýja-, afritunar- og rekstrarlausnum hjá Advania. Björn er með Microsoft Certified IT Professional vottun frá Promennt auk vottunar í Veeam.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim