*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Fólk 15. ágúst 2014 12:44

Björn Zoega nýr stjórnarformaður Sjúkratrygginga

Heilbrigðisráðherra segir að reynsla og þekking Björns Zoega muni koma öllum landsmönnum til góða.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja stjórn Sjúkratrygginga Íslands til næstu fjögurra ára, að því er fram kemur á vef Velferðarráðuneytisins. 

Björn Zoega, bæklunarskurðlæknir og fyrrum forstjóri Landspítalans, er nýr formaður.

Í tilkynningu er haft eftir Kristjáni Þór Júlíussyni að hann vænti góðs samstarfs við nýja stjórn. Hann segir jafnframt að reynsla og þekking Björns Zoega á íslensku heilbrigðiskerfi muni vafalítið koma öllum landsmönnum til góða.

Stjórnin er þannig skipuð:

 • Björn Zoega, bæklunarskurðlæknir, formaður
  Varamaður:  Stefán Þórarinsson, læknir,
 • Berglind Hallgrímsdóttir, verkfræðingur
  Varamaður: Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi
 • Helga Tatiana Zharov, lögfræðingur
  Varamaður:  Guðjón Bjarni Hálfdánarson, lögfræðingur
 • Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur,
  Varamaður: Vífill Karlsson, hagfræðingur
 • Birna Kr. Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  Varamaður: Valgerður Sveinsdóttir,lyfjafræðingur
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim