Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja stjórn Sjúkratrygginga Íslands til næstu fjögurra ára, að því er fram kemur á vef Velferðarráðuneytisins.

Björn Zoega, bæklunarskurðlæknir og fyrrum forstjóri Landspítalans, er nýr formaður.

Í tilkynningu er haft eftir Kristjáni Þór Júlíussyni að hann vænti góðs samstarfs við nýja stjórn. Hann segir jafnframt að reynsla og þekking Björns Zoega á íslensku heilbrigðiskerfi muni vafalítið koma öllum landsmönnum til góða.

Stjórnin er þannig skipuð:

  • Björn Zoega, bæklunarskurðlæknir, formaður
    Varamaður:  Stefán Þórarinsson, læknir,
  • Berglind Hallgrímsdóttir, verkfræðingur
    Varamaður: Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi
  • Helga Tatiana Zharov, lögfræðingur
    Varamaður:  Guðjón Bjarni Hálfdánarson, lögfræðingur
  • Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur,
    Varamaður: Vífill Karlsson, hagfræðingur
  • Birna Kr. Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
    Varamaður: Valgerður Sveinsdóttir,lyfjafræðingur