Björn Zoega, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, er nýráðinn forstjóri Nextcode á Íslandi. Hann mun stýra félaginu ásamt dr Jeffrey Gulcher, sem stofnaði Nextcode ásamt Hannesi Smárasyni. Nextcode var stofnað út úr Íslenskri erfðagreiningu og má kalla þau systurfyrirtæki. Eigandi Íslenskrar erfðagreiningar, fyrirtækið Amgen, á um 10% hlut í NextCode.

Fram kom í tilkynningu sem Hannes sendi fjölmiðlum síðdegis að hann ætlar að víkja úr starfi forstjóra Nextcode. Ástæðan er ákæra sem sérstakur saksóknari birti Hannesi í dag.

Fram hefur komið að Hannes er ákærður vegna þriggja milljarða millifærslu af FL Group á árinu 2005 í tengslum við viðskipti með Sterling flugfélagið.