Samkvæmt ársreikningi Bjartrar framtíðar, hagnaðist stjórnmálaflokkurinn um 17,7 milljónir árið 2015. Hagnaður ársins 2014 nam 10 milljónum króna, en hann hefur þar með aukist um 7,7 milljónir milli ára.

Flokkurinn var með tekjur upp á tæplega 40,8 milljónir króna árið 2015, en rekstrargjöld flokksins námu tæplega 22,9 milljónum. Húsnæðiskonstaður nam aðeins 221.640 krónum.

Eignir flokksins árið 2015 námu rétt rúmum 14 milljónum og voru það allt veltufjármunir. Eigið fé í árslok námu rétt rúmum 12,4 milljónum, en þá skuldaði flokkurinn tæplega 2 milljónir.

Alls fékk flokkurinn 7,3 milljónir í framlög frá sveitarfélögunum og 2 milljónir í gegnum félagsgjöld og framlög innan við 200 þúsund króna mörkin.

Enginn lögaðili virðist hafa styrkt flokkinn og þá styrki enginn einstaklingur flokkinn umfram 200 þúsund krónur.