Björt Ólafsdóttir umhverfis og auðlindaráðherra segir leiðinlegt og sorglegt hvernig málefni United Silicon hafi æxlast en eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá stefnir í að Umhverfisstofnun muni loka verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík í síðasta lagi 10. september næstkomandi.

„Þetta hefur verið sorgarsaga alveg frá byrjun,“ segir Björt í viðtali við Fréttablaðið , en hún furðar sig jafnframt á fjármögnun lífeyrissjóða á fyrirtæki sem „fólk sé á móti“ eins og hún orðar það.

„Hvernig geta stjórnendur lífeyrissjóða fundið hjá sér að peningur almennings sé best ávaxtaður í fyrirtæki sem fólk er á móti og öll viðskiptasaga þess er á þennan veg?“