*

þriðjudagur, 21. maí 2019
Innlent 13. apríl 2019 14:05

Bláa lónið metið á 57 milljarða

Bláa lónið er 57 milljarða króna virði sé miðað við kaupverð í viðskiptum með hluti í Bláa lóninu í byrjun ársins.

Ritstjórn
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.
Haraldur Guðjónsson

Bláa lónið er 57 milljarða króna virði sé miðað við kaupverð í viðskiptum með Hvatningu sem á tæplega 40% hlut í Bláa lóninu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, bauðst til að kaupa hlut framtakssjóðsins Horns II í Hvatningu í lok síðasta árs. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Horns II nam kaupverðið 11,1 milljarði króna en óbeinn hlutur Horns í Bláa lóninu nam 19,3%.

Eigendur Horns II, sem eru að mestu lífeyrissjóðir, höfðu forkaupsrétt í viðskiptunum sem þeir nýttu sér flestir og keyptu hlutinn í Bláa lóninu sjálfir af Horni II.

Áætla má að Bláa lónið sé verðmætasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins miðað við verðmatið en til samanburðar er markaðsvirði Icelandair Group, eina skráða ferðaþjónustufyrirtækisins hér á landi, 46 milljarðar króna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim