Bankar og fjármálafyrirtæki víðs vegar um heiminn hafa gert stórfelldar breytingar á umbunarkerfi starfsmanna.

Goldman Sachs er ekki undanskilinn í þeim málum, en árið 2016 tók forstjórinn Lloyd Blankfein til að mynda á sig launalækkun.

Goldman greiddi Blankfein 22 milljónir dala fyrir árið 2016, en hann fékk 23 milljónir árið áður.

Samkvæmt CNN verða langtíma forstjóralaun hjá Goldman verða óbreytt í 2 milljónum dala, en Blankfein fær nú aðeins 4 milljónir dala í reiðufés bónus í stað 6,3 milljóna. Afgangurinn verður svo greiddur í formi hlutabréfa.

Þrátt fyrir góða þróun hjá félaginu, var tekin ákvörðun um að skerða kjör lykilstarfsmanna sökum þess að tekjur félagsins hafa dregist saman um 9%.