Undanfarin ár hafa seðlabankar heimsins ráðist í ýmsar tilraunir til að koma í veg fyrir verðhjöðnun og örva hagvöxt. Þessar aðgerðir hafa mælst misvel fyrir og ljóst er að þær hafa, ásamt breytingum á regluverki fjármálamarkaða, haft ýmis ófyrirséð áhrif.

Í júní byrjaði Seðlabanki Evrópu að kaupa skuldabréf fyrirtækja og hefur bankinn nú keypt um slík skuldabréf fyrir um 30 milljarða evra. Englandsbanki hóf að gera slíkt hið sama ísíðustu viku og stefnir að því að kaupa fyrirtækjaskuldabréf fyrir um 10 milljarða punda á næstu 18 mánuðum. Tilgangurinn með þessum fordæmalausu aðgerðum er að auðvelda fyrirtækjum aðgang að fjármagni og örva þannig fjárfestingar og hagvöxt. Enn á þó eftir að koma í ljós hvort aðgerðirnar hafa tilætluð áhrif. Staðan á markaðnum með fyrirtækjaskuldabréf vekur reyndar ýmsar spurningar.

Ávöxtunarkrafa evrópskra skuldabréfa
Ávöxtunarkrafa evrópskra skuldabréfa
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Borga lántakendum

Ávöxtun ríkisskuldabréfa hefur nú verið lág í mörg ár og hefur það valdið aukinni eftirspurn eftir skuldabréfum fyrirtækja, einkum í Bandaríkjunum. Aðgerðir evrópska og breska seðlabankans hafa síðan þrýst verðum upp í nýjar hæðir. Vísitölur fyrirtækjaskuldabréfa hafa hækkað mjög á þessu ári og hefur ávöxtun þeirra verið talsvert betri en á ríkisskuldabréfum og hlutabréfum, bæði vestan hafs og austan.

Gögn frá BlackRock og Barclays benda til þess að frá upphafi þessa árs hafi munurinn á ávöxtunarkröfu sambærilegra ríkisskuldabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa á evrusvæðinu minnkað úr um 160 punktum í um 90 punkta. Svipuð þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá hefur áhættuálag skuldabréfa minnkað mjög það sem af er ári. Það vakti athygli á dögunum þegar þýska fyrirtækið Henkel, sem framleiðir hreinlætisvörur, varð fyrsta fyrirtækið til að gefa út skuldabréf í evrum með neikvæðri ávöxtunarkröfu. Evrópskir lántakendur með lánshæfismatið BB, sem telst vera í ruslflokki, geta nú í raun gefið út skuldabréf vaxtalaust.

Skuldsetning sjaldan meiri

Nú er svo komið að greiningaraðilar hafa talsverðar áhyggjur af stöðunni á markaðnum með fyrirtækjaskuldabréf.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.