Lagt hefur verið blátt bann við vefsíðunni LinkedIn í Rússlandi. Síðan hefur verið á svörtum lista upp á síðkastið vegna þess að að mati rússneskra dómstóla geymdi persónulegar upplýsingar um notendur sína og brutu þar með persónuverndarlög þarlendis. Þetta kemur fram í frétt CNN Money .

Tveir dómstólar í Rússlandi komust að sömu niðurstöðu og síðan hefur verið óaðgengileg í Rússlandi í dag. Microsoft hefur boðið 26 milljarða dollara í LinkedIn og er líklegt að kaupin ganga í gegn á næstunni. Rússnesk stjórnvöld munu ekki koma til með að skipta sér að málinu að sögn samskiptafulltrúa Vladimír Pútín.