Sepp Blatter, forseti FIFA og Michel Platini, forseti UEFA voru í morgun settir í átta ára bann frá öllu sem tengist fótbolta. Siðanefnd FIFA kvað upp úrskurðinn. Auk þess að vera settir í bann var Blatter sektaður um 50 þúsund svissneska franka, 6,5 milljón króna og Platini um 80.000 franka, um 10,5 milljónir.

Blatter er 79 ára gamall og ljóst að hann mun ekki koma nálægt fótbolta aftur, en hann hefur verið forseti FIFA síðan árið 1998. Hann var endurkjörinn í júní á þessu ári en í kjölfar óánægju með kjörið ákvað hann að segja af sér frá og með febrúar nk.

Blatter er sakaður um að hafa greitt Platini um 2 milljónir svissneskra franka árið 2011, eða um 261 milljón króna. Báðir menn hafna því að eitthvað vafasamt hafi verið á baki greiðslnanna.