Hagnaður danska Carlsberg brugghússins nam 3,36 milljörðum danskra króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs sem er 63% aukning frá sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn eykst þrátt fyrir óvenjulega blautt veður í Evrópu sem hefur leitt til minni eftirspurnar eftir bjór á því svæði. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Sala í Evrópu minnkaði um 5% vegna veðurs að því er forsvarsmenn fyrirtækisins telja en yfir helmingur af sölu fyrirtækisins er í Norður- og Vestur-Evrópu. Sala í Rússlandi og Asíu jókst á æarsfjórðungnumog er salan að aukast mikið í löndum á borð við Víetnam, Kína og Indlandi.