*

föstudagur, 19. janúar 2018
Erlent 17. júlí 2017 19:15

BNP Paribas sektaður um 246 milljónir

Franski bankinn hefur verið sektaður um 246 milljónir dollara vegna annmarka á eftirliti með gjaldeyrisviðskiptum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur sektað franska bankann BNP Paribas um 246 milljónir dollara vegna annmarka á yfirsýn og innra eftirliti með gjaldeyrismiðlurum bankans. Þá hefur Seðlabankinn krafist þess að BNP taki eftirlit stjórnenda bankans til gagngerrar endurskoðunar auk þess að gerða eftirlit með gjaldeyrisviðskiptum.

Samkvæmt frétt Reuters tókst BNP ekki að koma í veg fyrir að gjaldeyrismiðlarar bankans gætu átt rafræn samskipti við miðlara hjá öðrum bönkum. Með því hafi skapast hætta á því að miðlarar bankans gætu hagrætt verði á gjaldeyrismörkuðum. 

Er sektunin nýjasta aðgerð Seðlabankans til að vinna gegn markaðsmisnotkun á gjaldeyrismarkaði sem bankinn hefur barist gegn í töluverðan tíma. Í janúar síðastliðnum  setti Seðlabankinn mann að nafni Jason Katz í ævilangt bann frá því að eiga viðskipti á gjaldeyrismörkuðum eftir að upp komst um að hann hafi stundað markaðsmisnotkun. Katz er fyrrum starfsmaður BNP Paribas.