Með 9,1 veltu Bláa lónsins, 725 veltu Jarðbaðanna við mývatn og 372 milljóna króna tekjum Fontana við Laugarvatn var heildarvelta einkareknu baðstaðanna hér á landi 10,2 milljarðar á síðasta ári að því er Fréttablaðið greinir frá .

Jarðböðin við Mývatn veltu á síðasta ári 725 milljónum króna, sem er þriðjungsaukning frá árinu á undan. Greiddu gestir baðstaðarins alls 581 milljón krónur í aðgangseyri. Veitingasalan skilaði svo 113 milljónum sem var aukning um 24 milljónir.

Metfjöldi sótti staðinn á árinu, eða rúmlega 200 þúsund manns, og fór hagnaðurinn á milli ára úr 196 milljónum árið 2015 í 303 milljónir á síðasta ári. Heildarvirði Jarðbaðanna var metið á 3,2 milljarða á síðasta ári, sem er aukning um 2,3 milljarða á tveimur árum.

Bláa lónið jók tekjur sínar úr 54,3 milljónum árið 2015 upp í 77,2 milljónir á síðasta ári. Jukust tekjur af aðgangseyri um þriðjung og nam hún 5,2 milljörðum króna. Veitingasalan skilaði svo 2,1 milljarði til viðbótar, og nam veltan, miðað við gengi krónunnar í lok síðasta árs, 9,1 milljarði. Hagnaðurinn á síðasta ári nam rétt tæplega 2,8 milljörðum króna.

Yngsti baðstaðurinn af þeim þremur einkareknu sem eru hér á landi í þessum flokki er Laugarvatn Fontana, sem opnaði árið 2011. Þrefaldaðist hagnaður félagsins á milli ára í fyrra, og var hann þá rekinn með 90,8 milljóna króna hagnaði, en tekjurnar námu 372 milljónum.