*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Fólk 6. október 2014 20:04

Bogi: Hef stundað golf frá sjö ára aldri

Golf, skíði og badminton eru meðal áhugamála Boga Nils Bogasonar, fjármálastjóra Icelandair Group.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Áhugamál Boga Nils Bogasonar, fjármálastjóra Icelandair Group, tengjast flest íþróttum og er golf þar efst á blaði. „Ég hef stundað það frá því að ég byrjaði að spila með pabba og bróður mínum þegar ég var 7 ára austur á Eskifirði. Mér tókst að draga konuna í sportið líka, sem er mikill kostur, og strákurinn okkar var líka á fullu í mörg ár. Það klikkaði reyndar eitthvað uppeldið á dætrum okkar og þær eru eiginlega á móti golfi og það verður að viðurkennast að þær kvarta stundum yfir því hvað mikill tími fer í golf í fríum o.þ.h.“

Á veturna eru það skíði og badminton sem Bogi og fjölskylda stunda. „Við förum reglulega á skíði í Bláfjöll og Skálafell og síðan reynum við fjölskyldan að komast einu sinni á vetri í besta skíðasvæði landsins, Oddskarð. Tveir síðustu páskar þar hafa verið engu líkir. Í janúar fórum við hjónin í skíðaferð til Vail Colorado með nokkrum vinahjónum og var sú ferð alveg frábær. Eitthvað sem við stefnum á að gera aftur. Vinnan hefur aðeins verið að trufla mætinguna í badmintonið en yfir vetrartímann er ég með fasta tíma tvisvar í viku með góðum hópum.“

Nánar er fjallað um málið í Eftir vinnu, sem fylgir með Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim