*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 1. desember 2015 13:26

Bókun og Viator starfa saman

Hugbúnaðarkerfi tengjast saman svo íslenskir ferðaþjónustuaðilar geti selt ferðir gegnum TripAdvisor.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hugbúnaðurinn Bókun, sem er sölu- og birgðakerfi í íslenskri ferðaþjónustu, hefur tengst við Viator, sem er bókunarvél TripAdvisor.

Í gegnum tengingu sína við Bókun geta íslenskir ferðaþjónustuaðilar selt vörur sínar í rauntíma hjá Viator og TripAdvisor og fjölda annarra sölurása. Viator býr yfir framboði af ferðum og afþreyingu á 1500 stöðum í heiminum.

Viator sem er í eigu TripAdvisor er ferða og afþreyingarsöluaðili á netinu. Viator færir ferðalöngum bókunarþjónustu fyrir þúsundir ferða á yfir 1500 stöðum.

"Við höfum fylgst með eftirtektarverðum vexti íslenskrar ferðaþjónustu síðustu árin. Nýsköpun og sköpunargleði íslenska ferðaþjónustusamfélagsins er svolítið eins og íslensk náttúra; kraftmikil, óvænt og öflug," segir Ken Frohling, framkvæmdastjóri hjá Viator.

Bókun er sölu-, birgða- og stjórnunarkerfi fyrir ferðaþjónustuaðila á sviði ferða og afþreyingar, bílaleiga og gistingar. Bókun gerir notendum sínum kleift að vinna saman og selja kross-selja vörur annarra.

"Tengingin við Viator og þar með TripAdvisor, er þýðingarmikil fyrir viðskiptavini Bókunar og íslenska ferðaþjónustu", segir Hjalti Baldursson, forstjóri Bókunar.

Stikkorð: Bókun TripAdvisor Viator
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim