*

miðvikudagur, 20. mars 2019
Fólk 6. desember 2013 09:40

Bolli kjörinn formaður Verslunarráðs Íslands í Japan

Bolli Thoroddsen, var kjörinn formaður Verslunarráðs Íslands í Japan á aðalfundi félagssins í dag.

Ritstjórn

Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, var kjörinn formaður Verslunarráðs Íslands í Japan á aðalfundi félagssins, í dag í sendiráði Íslands í Tókýó. Sérstakur heiðursformaður Verslunarráðsins er nýskipaður sendiherra Íslands í Tókýó, Hannes Heimisson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu i dag. 

Í tilkynningunni kemur einnig fram að Verslunarráðið fagni á árinu 10 ára afmæli, en það var sett á stofn árið 2003 af Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, og Dr. Eyþóri Eyjólfssyni, þáverandi ræðismanni Íslands í Tókýó í samstarfi við fulltrúa japanskra og íslenskra fyrirtækja og sendiráð Íslands í Tókýó.

Verslunarráðið er skipað 21 fulltrúa, m.a. frá nokkrum af stærstu fyrirtækjum Japans. Þar má nefna Mitsubishi Corporation sem er eitt stærsta fjárfestingafyrirtæki Japans, Mitsubishi Heavy Industries eitt stærsta framleiðslufyrirtæki Japans, Fuji Electric og Maruha Nichiro stærsta sjávarútvegsfyrirtækis heims. Stór íslensk fyrirtæki eins og Eimskip og sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic ásamt íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Cooori eiga einnig fulltrúa í Verslunarráðinu.

Árni G. Hauksson, fjárfestir, var kjörinn varaformaður. Halldór Elís Ólafsson, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Tókýó, var skipaður aðalritari. Í stjórn voru kjörnir Arnar Jensson, forstjóri Cooori, Kaoru Nozu ráðgjafi Kanji Ohashi, forstjóri Grand Hyatt Tókýó, Loftur Þórarinsson, forstjóri Winaico Japan, og Taro Miyazaki, sölustjóri Icelandic Japan. 

Stikkorð: Japan