Jair Bolsonaro, fyrrum höfuðsmaður og forsetaframbjóðandi, hlaut 55% gildra atkvæða í seinni umferð forsetakosninga í gær, og er því næsti forseti landsins. Financial Times greinir frá .

„Við getum ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfga-vinstrið,“ sagði Bolsonaro í ræðu á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið hélt hann bænastund í beinni útsendingu með stuðningsmönnum á heimili sínu.

Bolsonaro er umdeildur, meðal annars fyrir niðrandi ummæli um konur, samkynhneigða og þeldökka, ásamt því að tala vel um alræðisstjórn hersins, en stjórn hans verður sú fyrsta íhaldssama í Brasilíu síðan herinn fór frá völdum árið 1985.

Litlu munaði að Bolsonaro hefði hlotið kjör í fyrri umferð kosninganna , hvar hann fékk 46% greiddra atkvæða, en í þeirri kosningu fékk frambjóðandi hins fráfarandi Verkamannaflokks og andstæðingur hans, Fernando Haddad, 29% atkvæða.