Ástralski veitingamaðurinn Liam Flynn bannaði börn undir 7 ára aldri á veitingastað sínum Flynn’s eftir að hafa lent í harkalegu rifrildi við móður 2 ára barns sem hann bað að róa niður. Rekstur veitingastaðarins hefur tekið stakkaskiptum eftir að bannið tók gildi. Business Insider greinir frá þessu.

Ákvörðun Flynn hefur vakið blendin viðbrögð. Hann er ánægður með að ákvörðunin hafi vakið upp umræðu um það hvernig börn eiga að hegða sér á veitingastöðum.

„Reksturinn gengur stórvel. Síðustu föstudags- og laugardagskvöld settum við met. Fólk er að spreða, drekka fínt vín og eyða stórum fjárhæðum hjá okkur,“ segir Flynn í samtali við Business Insider.

Þess má geta að hundar eru velkomnir á Flynn’s.