*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 8. nóvember 2018 17:15

Booking ver stórfé í Google auglýsingar

Ferðarisinn Booking ver um 40 milljörðum króna á mánuði í Google auglýsingar.

Ritstjórn
Ferðamenn treysta í auknum mæli á netið í stað „hefðbundnari" leiða til að skipuleggja ferðalög.
Haraldur Guðjónsson

Ferðarisinn Booking varði nálægt milljarði dollara á síðasta ársfjórðungi, um 120 milljörðum króna, í auglýsingar á Google, eða sem samsvarar um 40 milljörðum króna á mánuði. Fyrirtækið á meðal annars bókunarsíðurnar Booking.com, Priceline og Kayak.

Booking treystir mjög á að birtast ofarlega á leitarsíðum þegar ferðalangar leita að flugferðum eða hótelherbergjum víða um heim. Þar skipti auglýsingar á Google mestu máli.

CNBC hefur eftir Mark Mahaney, greinanda hjá RBC Capital Markets, að Booking sé líklega einn af fimm stærstu viðskiptavinum Google. Booking treystir því í auknum mæli á Google. Leitarvélarisinn er nefndur 52 sinnum á nafn í síðasta árfjórðungsuppgjöri Booking. Bent er á að breytingar á því hvernig Google raði efstu leitarniðurstöðum geti haft veruleg áhrif á umferð um vefsíður Booking.

Íslenskir ferðaþjónustuaðilar nýta Booking.com í talsverðum mæli og hafa kvartað undan háum þóknunum síðunnar og hörðum skilmálum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim