Nýtingarrétti 800 MHz tíðnisviði fyrir farnetsþjónustu sem Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði til fjölmiðlasamsteypunnar 365 fylgdi ákveðnir skilmálar sem fyrirtækið hefur ekki enn uppfyllt.

Útbreiðslan á að ná 99,5% fyrir árslok 2016

Fyrirtækið fékk úthlutaðan nýtingarréttinn með útboði árið 2013 til 25 ára og fylgdi skilmálunum ákvæði um dagsektir ef ákvæði um útbreiðslu yrðu ekki uppfyllt, samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins um málið.

Átti útbreiðslan að ná 98% á hverju landsvæði fyrir sig fyrir árið 2014 og 99,5% fyrir árslok 2016.

Einungis einn sendir verið settur upp

„Til dagsins í dag hefur fyrirtækið einungis sett upp einn sendi til að þjónusta fyrrnefnt tíðnisvið og er því langt frá því að rísa undir þeim kröfum...,“ segir í frétt Morgunblaðsins.

„Í byrjun aprílmánaðar í fyrra kallaði 365 eftir tilslökunum vegna þess sem fyrirtækið kallaði „breyttar forsendur“ fyrir uppbyggingu tíðnisviðsins og vísaði í því tilliti til ákvörðunar hins opinbera um stuðning við uppbyggingu ljósleiðarakerfis um landið.“

Rófið sagt í gíslingu og vill að heimildin sé afturkölluð

Fjarskiptafélagið Nova lagðist gegn tilslökunum og sagði rófið tekið í gíslingu og standi ónotað engum til gagns og því ætti að afturkalla heimild 365.

Póst- og fjarskiptastofnun veitti hins vegar umbeiðna tilslökun því stofnunin metur áætlanir fyrirtækisins um hvernig það muni standa við útboðsskilmálana vera fullnægjandi.

Áhrif af kaupum Vodafone

Enn sem komið er hefur ekki verið innleidd Evróputilskipun hér á landi sem myndi leyfa fyrirtækinu að framselja tíðniréttinn.

Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunarinnar vildi ekki kveða upp úr um hvort tíðnirétturinn mættu fylgja með væntanlegum kaupum Vodafone á afþreyingar- og fjarskiptarekstri 365.