Á borgarráðsfundi í síðustu viku kom til umræðu að leita eftir aðila til að reka farþegaferju í Esjuhlíðum ef það liggur til að samningur um slíkan rekstur sé fýsilegur.

Óskað var eftir því að borgarráð samþykkti að heimila skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að staðfesta leigusamning við ríkið um leigu þriggja lóða í Esjuhlíðum.

Lóðirnar yrðu þá aðeins leigðar með þeim fyrirvörum að rekstraraðili taki yfir samningsskuldbindingar borgarinnar og reki í Esjuhlíðum farþegaferjuna fyrrnefndu.

Fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Sjálfstæðisflokks féllust á að heimila leigusamninginn við ríkið um lóðirnar þrjár.

Þó var hnykkt á því að gæta þyrfti sérstaklega að því að umhverfismat yrði jákvætt og að skipulagsáætlunum yrði breytt í takt við málið.

Fulltrúar Vinstri grænna og Framsóknar og flugvallarvina sátu hjá við afgreiðslu málsins.