Reykjavíkurborg er uppfull af tómum lúxusíbúðum samkvæmt forsíðufrétt evrópsku útgáfu fréttavefsins Bloomberg. Í fréttinni er rætt við Hildigunni Haraldsdóttur arkitekt sem kom að byggingu 38 lúxusíbúða við Tryggvagötu. Ári eftir að framkvæmdum lauk eru einungis búið að selja 20 íbúðir.  Hún segir að þau ekki geta lækkað verðið íbúðanna frekar, enda sé það komið undir kostnað við byggingu þeirra.

Bent er á að á meðan fjöldi lúxusíbúða standi tómar sé talið að byggja þurfi um átta þúsund íbúðir til að laga ástandið á húsnæðismarkaðnum. Þá hafi bankarnir aukið útlán verulega til byggingaframkvæmda. Hins vegar virðist fasteignamarkaðurinn vera að róast samhliða því að horfur séu á fækkun ferðamanna. Verð nýrra íbúða, þar sem fermetraverðið geti verið yfir 800 þúsund krónur, hefur hækkað um 17% milli ára á meðan verð annarra íbúða hafi hækkað um 3%.

Ásgeir Jónsson, deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að það kæmi honum ekki á óvart að verð á lúxusíbúðum gæti lækkað frekar enda virðist sá markaður vera mettur.