Sænska ríkið skilaði 85 milljarða sænskra króna afgangi af fjárlögum síðasta árs, en þar af komu um 40 milljarðar vegna ofgreiðslna skatta, eða sem nemur 491 milljarði íslenskra króna.

Mun ríkið þurfa að endurgreiða þessa upphæð til fyrirtækjanna eins og lög gera ráð fyrir, en nú vill ríkið draga úr ofgreiðslum þó það sé vandkvæðum bundið.

„Við getum ekki gert neitt frekar, þetta er einfaldlega afleiðing núverandi vaxtastefnu," sagði Marten Bjellerup, yfirmaður í hagstofu landsins í frétt FT .

Á sama tíma og vextir hafa lækkað, þá segja sænskar skattareglur til um að ofgreiðslur skatta munu áfram tryggja að lágmarki 0,56% árlega vexti, svo ýmsir hafa séð hag sinn í því að greiða of mikla skatta til ríkisins.

Sænska ríkið segir að þessi óviljandi lántaka ríkisins frá íbúum hafi kostað það um 800 milljónum sænskra króna meira en ef það hefði tekið lán á markaðsvöxtum. Sama vandamál hefur verið að gerast í Sviss, sem kom á neikvæðum vöxtum árið 2015.