*

miðvikudagur, 20. mars 2019
Innlent 11. janúar 2019 11:28

Borgun í formlegt söluferli

Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli, en greint er frá þessu á vef bankans. Þar segir jafnframt að söluferlið verði opið og gagnsætt. Ráðgjafafyrirtækinu Corestar Partners og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að sjá um það. 

Tilhögun söluferlis

Söluferlið verður, samkvæmt upplýsingum bankans, opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylla skilyrði um fjárhagslegan styrk auk þess að geta sýnt fram á nægjanlega þekkingu og reynslu til þátttöku í söluferlinu. Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við söluráðgjafa. 

Stikkorð: Borgun Íslandsbanki.