Milljónir tunna af olíu láku í hafið í hneykslinu mikla árið 2010 en lekinn varð 11 vinnumönnum að bana og tók um 87 daga að stoppa. Jafnframt hafði lekinn áhrif á strendur fimm fylkja, Texas, Louisiana, Mississippi, Alabama og Florída. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Aldrei hefur bandaríska ríkið samið fyrir svo háa fjármuni við einstakt fyrirtæki. En peningarnir munu vera notaðir til að bæta upp fyrir þann skaða sem umhverfið og efnahagurinn þjáðist vegna lekans. Til þess að samningurinn gangi í gegn þarf samþykki frá dómara.

Loretta Lynch sagði á blaðamannafundi í dag að þessi lausn væri samræmi við versta umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna. Þá sögðu forsvarsmenn BP að samningurinn væri ákveðinn léttir fyrir fyrirtækið sem hefur staðið í ströngum málaferlum síðan árið 2010.