Hagnaður auglýsingastofunnar Brandenburg nam 26 milljónum króna árið 2017 og dróst saman um tæplega 10 milljónir króna milli ára. Tekjur félagsins jukust um 120 milljónir og námu 537 milljónum króna. Hins vegar jukust rekstrargjöld úr 382 milljónum í 513 milljónir króna eða um 131 miljón króna.Mestu munaði um hækkun launakostnaðar úr 229 milljónum í 302 milljónir króna.

Eignir félagsins námu 123 milljónum króna, þar af nam handbært fé 97 milljónum króna. Eigið fé nam 48 milljónum króna um áramótin. Brandenburg er til jafns í eigu Hrafns Gunnarssonar, Jóns Ara Helgasonar, Braga Valdimars Skúlasonar og Ragnars V. Gunnarssonar. Félagið greiddi 25 milljónir í arð bæði árin 2017 og 2016.