*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 9. júlí 2018 08:20

Brauð & co hagnast um 24,6 milljónir

Hagnaður Brauð & co dróst lítillega saman milli ára en hann var 24,6 milljónir árið 2017 samanborið við 27 milljónir árið á undan.

Ritstjórn
Ágúst Einþórsson einn eiganda Brauð & co
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Brauð & co dróst lítillega saman milli ára en hann var 24,6 milljónir árið 2017 samanborið við 27 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 

Þá nam heildarveltan 409,8 milljónum króna en það er 98% aukning miðað við árið á undan. Rekstargjöld fóru úr 173 milljónum upp í 379 milljónir. Laun- og launatengd gjöld jukust úr 70,5 milljónum 2016 í 159,6 milljónir 2017. 

Félagið Brauð & co rekur bakarí við Frakkastíg, Hlemm, Fákafeni, Melhaga og Akrabraut. 

Stikkorð: Uppgjör Brauð & co