Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 0,42% í dag og stendur hún nú í 1.737,47 stigum. Velta dagsins á aðalmarkaði nam tæpum 2,26 milljörðum króna.

Eimskip hækkaði mest

Mesta hækkunin var á verði bréfa Eimskipafélags Íslands hf. en gengi bréfanna hækkaði um 4,22%. Heildarvelta bréfanna var 431 milljón króna og fæst hver hlutur nú á 271,5 krónur.

N1 hf. hækkaði jafnframt um 1,78% í viðskiptum dagsins sem hljóðuðu upp á 356 milljón króna, og Marel hf. hækkaði um 1,46% í viðskiptum sem námu 197 milljón króna.

Hagar og Icelandair lækkuðu mest

Mest lækkaði gengi bréfa Haga, eða um 1,13% í einungis 194 milljón króna viðskiptum meðan gengi Icelandair Group lækkaði um 0,87% í 812 milljón króna viðskiptum. Fæst hluturinn í Högum nú á 45,8 krónur og hluturinn í Icelandair Group á 28,5 krónur.

Jafnframt lækkuðu bréf tryggingafélaganna Sjóvá Almennar og Tryggingamiðstöðvarinnar, það fyrrnefnda um 0,88% í 45 milljón króna viðskiptum og það síðarnefnda um 0,48% í 75 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,6% í dag í 2,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 1,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,2 milljarða viðskiptum.