Bréf í N1 hafa lækkað um 2,87% það sem af er af degi en töluverð hefur að undanförnu verið deilt á launakjör forstjóra félagsins.

Viðskiptablaðið greindi frá því í morgun að Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknimanna og stjórnarmaður í Gildi-lífeyrissjóði, næst stærsta eiganda N1 vill selja hlutabréf sjóðsins í félaginu. Gildi eiga 9,22% hlut í félaginu.

Viðskiptablaðið greindi einnig frá því á föstudaginn að stærsti hluthafinn í N1, lífeyrissjóður verslunarmanna, væri undrandi á ákvörðun stjórnarinnar um að hækka laun forstjórans. Sjóðnum hafi ekki verið kunnugt um launahækkunina fyrr en upplýsingar birtust í ársreikningi félagsins og fjölmiðlum.