Bréf í sænska bankanum Nordea hafa hækkað skarpt undanfarið í kjölfar vangaveltna um að SEB og Investor hyggðust bjóða í 19,9% hlut ríkisins í Nordea.  Hækkuðu bréfin um 0,04% í gær.

Að því er kemur fram í danska viðskiptablaðinu Børsen eru þessir aðilar komnir langt með að gera tilboð en aðilar málsins hafa ekki viljað tjá sig um það á þessu stigi þar sem um orðróm er að ræða.