Gengi bréfa Marel hefur hækkað um 1,90% í tæplega 1,7 milljarða viðskiptum með bréf félagsins í morgun. Fæst nú hvert bréf félagsins á 349,00 krónur. Það sem af er morgni hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 1,15% en grænt er um að litast í kauphöllinni þar sem flest fyrirtæki hafa hækkað í virði.

Þrjú fyrirtæki standa þó í stað, HB Grandi í engum viðskiptum það sem af er þegar þetta er skrifað, sama á við um Össur og verðmæti bréfa Eimskipa hefur ekki breyst þrátt fyrir 32 milljón króna viðskipti. Þess utan hafa öll önnur félög hækkað í verði nema Hagar og Nýherji, en í óverulegum viðskiptum hvort um sig.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun hafa tryggingafélögin hækkað strax frá fyrstu viðskiptum en Vísi er nú komið með meiri hækkun en TM og hefur Sjóvá jafnað hækkun TM.

  • Vís - 3,82% í 154 milljón króna viðskiptum
  • TM - 3,75% í 191 milljón króna viðskiptum
  • Sjóvá - 3,75% í 138 milljón króna viðskiptum