Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,21% í hlutabréfaviðskiptum dagsins, sem náðu 4,1 milljarði króna.
Stendur vísitalan nú í 1.712,33 stigum.

Aðalvísitala skuldabréfa stóð nánast í stað, með 0,04% lækkun í 2 milljarða viðskiptum en nú stendur hún í 1.235,83 stigum.

Bréf HB Granda og Tryggingamiðstöðin hækkuðu mest

Mest hækkaði gengi bréfa HB Granda, eða um 0,96% í 110 milljón króna viðskiptum. Fæst hvert bréf félagsins nú á 26,30 krónur.

Næst mest hækkuð bréf Tryggingamiðstöðvarinnar í verði, eða um 0,55% í 107 milljón króna viðskiptum, og er nú hægt að fá hvert bréf félagsins á 27,55 krónur.

Icelandair og Marel lækkuðu mest

Mest lækkun var með bréf Icelandair og Marel, sem bæði lækkuðu í verði um 2,04%.

Viðskiptin með bréf Icelandair námu 830 milljón krónum og fæst nú hvert bréf félagsins nú á 23,95 krónur. Viðskiptin með bréf Marel námu 393 milljónum króna, og fæst hvert bréf félagsins nú á 239,50 krónur.

Mest viðskipti með bréf Símans, Icelandair og Össur

Langsamlega mest viðskipti voru með bréf Símans, eða 1,03 milljarðar króna, en bréf félagsins hækkuðu um 0,16% í viðskiptum dagsins og fást þau nú á 3,11 krónur.

Næst mestu viðskiptin voru áðurnefnd viðskipti með bréf Icelandair, en þar á eftir koma 585 milljón króna viðskipti með bréf Össurar, þó gengi bréfanna hafi algerlega staðið í stað við viðskiptin.