*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 20. nóvember 2013 08:10

Breið samstaða um ýmsa þætti í stjórnarskránni

Dósent í lögfræði við HÍ segir að forsendur gætu verið fyrir viðamestu breytingu á stjórnlögum í íslenskri stjórnarskrársögu.

Ritstjórn

Það vill oft gleymast að breið samstaða er fyrir hendi um ýmsar mikilvægar umbætur íslenskrar stjórnskipunar, segir Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Skúli ritar grein í Fréttablaðið í dag um nýja stjórnarskrárnefnd sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur skipað. Skúli situr sjálfur í nefndinni. 

„Þannig má rifja upp að allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa lýst sig fylgjandi því að þjóðareign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá og í stjórnlaganefnd (2011) náðist t.d. full samstaða um hvernig heppilegast væri að haga efni og framsetningu slíks ákvæðis. Almenn samstaða er einnig um að mæla eigi fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu almennings og setja eigi ákvæði sem heimilar framsal ríkisvalds í þágu alþjóðlegrar og evrópskrar samvinnu. Ýmis önnur atriði, svo sem styrking á stöðu Alþingis, einkum eftirlitshlutverks, og endurskoðun dómstólakaflans mega heita ágreiningslaus,“ segir Skúli.

Skúli segir þó ljóst að greining og umræða um sum önnur atriði, t.d. grunnbreytingu á stöðu forseta Íslands og ríkisstjórnar, nýja kosninga- og kjördæmaskipan og endurskoðaðan mannréttindakafla, sé komin mun skemmra.

„Þeim, sem talað hafa fyrir umbyltingu á íslenskri stjórnskipun á síðustu árum, kann að þykja upptalning á framangreindum samstöðumálum rýr. Ef tækist að breyta gildandi stjórnarskrá, þótt aðeins væri um þessi atriði, væri samt sem áður um að ræða viðamestu breytingu á stjórnlögum í íslenskri stjórnarskrársögu. Flestir munu vera sammála um að til slíkra umbóta ætti í grunninn ekki að þurfa „kraftaverk“ heldur fyrst og fremst heilbrigða skynsemi ásamt slatta af þolinmæði,“ segir Skúli í greininni. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim