Kaffiþjónarnir Sonja Björk Grant og Njáll Björgvinsson, stofnuðu nýlega fyrirtækið Kaffibrugghúsið, sem þau lýsa sem marghliða kaffifyrirtæki sem hefur framleiðslu á næstu vikum og verður til hús niðrá Granda. Bæði búa þau yfir margra ára reynslu úr kaffi-heiminum sem þau hyggjast nýta til að breikka íslenska kaffiflóru.

„Við Njáll erum búin að vera í kaffinu í langan tíma. Njáll er alinn upp hjá Te og kaffi ef svo má að orði komast og ég hjá Kaffitári. Við vorum bæði með svipaðar hugmyndir um hvað við vildum gera og tímasetningin var rétt. Njáll var að flytja heim frá útlöndum og ég var nýbúin að selja fyrirtækið mitt, Kaffismiðjuna, og okkur langaði báðum að vinna áfram í kaffinu og gera eitthvað spennandi hér heima,“ segir Sonja.

„Hugmyndin er frekar einföld, við erum marghliða kaffifyrirtæki með kaffibrennslu, kaffihús og aðstöðu fyrir námskeið, löggildingar og margskonar þjálfanir fyrir fagfólk sem og áhugamenn og konur um kaffi. Ég hef sjálf verið að ferðast um heiminn síðustu 20 ár, að kenna fólki um kaffi og nú er bara komið að því að koma sér upp aðstöðu hérna heima þar sem námskeiðsgestirnir geta komið til mín, “ útskýrir Sonja.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .

  • Fjallað er um fjölda fjárfestinga í íslenskum sprota- og tæknifyrirtækjum árið 2016.
  • Skandinavíska hótelkeðjan First Hotels opnar í fyrsta skipti hótel hér á landi á árinu.
  • Rætt er við Benedikt Jóhannesson um efnahags- og ríkisfjármálastefnuna og verkefnin framundan.
  • Líklegt þykir að Arion banki verði skráður á markað í Stokkhólmi og Reykjavík.
  • Mál þokast áfram í sjómannadeilunni en staðan er eftir sem áður viðkvæm.
  • Unnur Gunnarsdóttir, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í ítarlegu viðtali um breytingar í eftirliti og regluverkinu undanfarin ár, auk annarra mála.
  • Spjallað er við stofnendur viðburðafyrirtækisins Concept Events.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um umræðuhefðina á netinu.
  • Óðinn tekur fyrir skýrslu Oxfam um misskiptingu auðs í heiminum.