Laugardagur, 28. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brennuvargarnir flúnir frá Íbúðalánasjóði

Huginn og muninn
20. júní 2012 kl. 15:26

Sigurður Erlingsson framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs

Forstjóri Íbúðalánasjóðs og sviðstjóri hafa þurft að vinna hörðum höndum að því að koma Íbúðalánasjóði í samt lag.

Það tekur á taugarnar að bjarga brennandi húsi eins og Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, hefur fengið að kynnast. Nafni hans, Sigurður Jón Björnsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, er honum alltaf innan handar.

Báðir komu þeir inn í Íbúðalánasjóð eftir að framtíðarstaða hans var augljóslega erfið. Skattgreiðendur hafa þurft að dæla miklu fé í sjóðinn, hann situr uppi með tómar íbúðir og uppgreiðslur lána eru miklar sem eykur enn frekar áhættu í rekstri hans.

Staða sjóðsins er neikvæð upp á eina 160 milljarða. Besta leiðin í þessum hremmingum er að veita góðar upplýsingar um reksturinn. Þeir sem koma til að slökkva eldinn þurfa ekki að örvænta.

Þeir teljast bjargvættir en brennuvargarnir eru flúnirAllt
Innlent
Erlent
Fólk