Það stefnir í það í fyrsta sinn frá því í febrúar að breska pundið styrkist yfir vikuna á sama tíma og væntingar markaðsaðila hafa færst í átt til þess að stýrivextir verði hækkaðir.

Bresk ríkisskuldabréf hafa lækkaði í verði í kjölfar þess að Englandsbanki gaf merki um að stýrivextir yrðu hækkaðir og telja markaðsaðilar nú að 95% líkur séu á 25 punkta hækkun fyrir september árið 2018.

Það er ekki lengra síðan á miðvikudag að líkurnar voru ekki nema 60%. Alla vikuna hafa verið miklar sveiflur í gengi pundsins, oft án þess að einhverjar sérstakar ástæður virðist vera fyrir þeim, en snemma í morgun veiktist gengið snögglega gagnvart Bandaríkjadal.

Var veikingin að mestu drifin áfram af eftirspurn fyrirtækja eftir Bandaríkjadölum og að því er heimildarmenn Bloomberg herma.

Veiktist það einnig eftir að embættismenn Evrópusambandsins sögðu að þeir munu einungis ræða mögulegan viðskiptasamning við Bretland ef breska ríkið myndi samþykkja að greiða fyrir að ganga út úr sambandinu.