*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 22. apríl 2010 08:50

Breskir dómsstólar frysta eigur eiganda Iceland Seafood

Þrotabúin láta frysta eignir síns gamla eiganda

Gísli Freyr Valdórsson

Búið er að frysta eigur breska kaupsýslumannsins Marks Holyoake í Bretlandi. Fyrir utan það að vera eigandi British Seafood, sem er alþjóðlegt fyrirtæki í sölu og markaðssetningu sjávarafurða og er nú í greiðslustöðvun, á Holyoke 73% hlut í Iceland Seafood International, forvera SÍF á Íslandi en Holyoke keypti félagið í byrjun þessa árs.

Nokkuð hefur blásið um Holyoake að undanförnu. Skömmu eftir að hann keypti Iceland Seafood af Kjalari, félagi í eigu Ólafs Ólafssonar, má segja að viðskiptaveldi hans hafi hrunið og um miðjan mars tók breska efnahagslögreglan (SFO) upp rannsókn á viðskiptum British Seafood.

Greint var frá í fyrradag á vef IntraFish að eigur Holyoake, bróður hans Laurence og David Wells, fjármálastjóra British Seafood, hefðu verið frystar. Beiðni um frystingu eigna kom frá þrotabúum Bloomsbury Int., Seafood Intermediary og British Seafood Holdings sem öll voru áður í eigu Holyoake.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim