Fimmtudaginn 23 júní stóð breska FTSE 250 vísitalan í 17.333,51 stigum. Þennan sama dag var gengið til kosninga og kusu Bretar með naumindum að ganga út úr Evrópusamstarfinu. Úrslit kosninga höfðu veruleg áhrif á bæði pundið og á markaði. Mánudaginn 27 júní botnaði vísitalan og þá stóð hún í 14.967,86 stigum.

Ýmsir aðilar á markaði snérust í mikinn svartsýnis hug og lýstu yfir áhyggjum. Núna, rétt rúmum mánuði eftir kosningarnar, virðast markaðir aftur á móta vera búnir að afsanna bölsýnismennina. Vísitalan stendur nú í 17.266,44 stigum og er því einungis 67,07 stigum lægri en hún var við lokun markaða 23 júní.