Breska útgáfufyrirtækið Johnston Press er á leið í gjaldþrotameðferð að því er BBC greinir frá.

Stjórnendur fyrirtækisins, hafa lagt fyrir beiðni fyrir breska dómstóla um að kröfuhafar félagsins kaupi eignir þess til þess að hægt sé að halda dagblaða félagsins áfram, en það gefur meðal annars út dagblöðin, i, The Scotsman and the Yorkshire Post auk 200 annarra staðar og svæðisblaða.

Með þeirri aðgerð verða hlutabréf félagsins verðlaus, en það er skráð á markað í LSE, kauphöllinni í London. Þá munu einhverjir starfsmenn tapa hluta af lífeyri sínum. Félagið er eitt stærsta útgáfufyrirtæki staðar og svæðisblaða á Bretlandi

. 220 milljón punda skuld fellur á gjalddaga í júní á næsta ári og því þurfti nauðsynlega að finna lausn á skuldavanda félagsins. Leit hefur staðið yfir af kaupanda undanfarnar vikur án árangurs og því töldu stjórnendur fyrirtækisins sig nauðuga til að fara þessa leið.